• fös. 16. jan. 2009
  • Fræðsla

Kristinn og Sigurður Óli til Englands

Kristinn Jakobsson
Kristinn_Jakobsson_2008

Kristinn Jakobsson og Sigurður Óli Þorleifsson halda til Englands á morgun þar sem þeim hefur verið boðið að taka þátt í æfingum og fræðsluráðstefnu Úrvaldseildardómara í Englandi.  Ennfremur fylgjast þeir með dómurum að störfum í leikum í ensku úrvalsdeildinni.  Leikirnir sem um ræðir eru Chelsea - Stoke sem Peter Walton dæmir og Tottenham - Portsmouth þar sem Steve Bennett er við stjórnvölinn.

Það er Keith Hackett, yfirmaður dómaramála í Englandi, sem að býður þeim Kristni og Sigurði sérstaklega í þessa ferð en Hackett er Íslendingum að góðu kunnur og hefur m.a. tvívegis flutt erindi á landsdómararáðstefnu íslenskra dómara.