• fös. 16. jan. 2009
  • Leyfiskerfi

Aukinn fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög í meistaraflokki

Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008
HK_FH_mai_2008_LD_karla

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í gær, 15. janúar, aukinn fjárhagslegan stuðning við aðildarfélög sambandsins.

  • KSÍ tekur yfir ferða- og uppihaldskostnað dómara fyrir árið 2009 í öllum deildum beggja kynja og í leikjum VISA bikarsins.  Þar með er ljóst að niður falla öll gjöld í jöfnunarsjóði sem gerð er krafa um í þátttökutilkynningum meistaraflokks á þessu ári sem og allar slíkar greiðslur til dómara af hálfu aðildarfélaga á vettvangi í þeim keppnum þar sem það fyrirkomulag hefur verið viðhaft.     
  • Framlag til þeirra 24 félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ í Landsbankadeild karla og 1. deild karla hækkar úr 250 þúsund krónum í 500 þúsund krónur á hvert félag.  Framlagið verður greitt í tveimur hlutum, 250 þúsund 1. febrúar svo fremi sem félag hafi staðið í skilum á leyfisgögnum 15. janúar, og 250 þúsund 1. mars svo fremi sem félag hafi gert skil á fjárhagslegum gögnum 20. febrúar.    
  • Nýir samningar við Sportfive vegna sjónvarps – og markaðsréttinda efstu deildar karla og bikarkeppni KSÍ í meistaraflokki karla fyrir árin 2010-2015 mun skila auknum tekjum til aðildarfélaga miðað við núverandi samning sem gildir fyrir árin 2006-2009.  Samþykkt var að samningar vegna áranna 2010-2015 leiði til aukins fjárframlags til aðildarfélaga strax árið 2009. 

Stjórn KSÍ vill með þessari samþykkt koma til móts við aðildarfélög sambandsins nú þegar rekstrarumhverfi íþróttafélaga hefur versnað til muna og er verðmæti þessara aðgerða tæplega 100 milljónir króna.