Víkingar í Ólafsvík búnir að skila gögnum
Víkingar í Ólafsvík hafa nú skilað fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2009 og eru þeir þriðja félagið í 1. deild til að skila gögnum. Áður höfðu Akureyrarliðin tvö skilað sínum gögnum.
Samkvæmt póststimpli á gögnum Víkinga voru þau póstuð mánudaginn 12. janúar, og telst það því skiladagur gagnanna.
Þau gögn sem skilað er nú, þ.e. eigi síðar en 15. janúar, snúa að mannvirkjaþáttum, knattspyrnulegum forsendum, lagalegum þáttum og starfsfólki og stjórnun, s.s. menntun þjálfara.