• þri. 13. jan. 2009
  • Fræðsla

Knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða hjá KR

KR
kr_merki

Á næstunni verður hleypt af stokkunum knattspyrnuæfingum fyrir fatlaða hjá KR og munu þeir kynna verkefnið á næstunni og æfingar hefjast í kjölfarið.  Markmiðið er að gefa fötluðum börnum og unglinum tækifæri að vera virkir þátttakendur hjá almennu knattspyrnufélagi.

Æfingatímar verða eftirfarandi: mánudagar kl. 20:30 fyrir eldri hóp og laugardagar kl. 15:30 fyrir yngri hóp en þessir tímar verða kynntir betur síðar.

Íþróttasamband Fatlaðra er umsjónaraðili starfsemi Special Olympics á Íslandi.  Evrópusamtök Special Olympics og UEFA hafa byggt upp samstarf á sviði knattspyrnu fyrir fatlaða og en óskað var eftir því að aðildarlönd samtakanna starfi með knattspyrnusamböndum í hverju landi að þessu verkefni.

Samstarf ÍF og KSÍ hefur tengst Íslandsleikum Special Olympics og sparkvallaverkefni þar sem boðið er upp á opnar æfingar fyrir fatlaðra.  Markmið samstarfsins er að efla þátttöku fatlaðra í knattspyrnu og stuðla að því að knattspyrna sé í boði fyrir fatlaða um land allt.   

Þriðjudaginn 16. desember fóru fulltrúar KSÍ og ÍF á fund KR þar sem rætt var samstarf á þessu sviði.  Áhugi kom fram hjá KR að standa að æfingum fyrir fötluð börn og unglinga á árinu 2009. 

Jafnframt verður reynt að stuðla að því að þeir sem þess óska geti verið á æfingum með sínum jafnöldrum. Meginmarkmið er að skapa valkost sem gerir fötluðum börnum og unglingum kleift að vera virkir þátttakendur á æfingum hjá almennu knattspyrnufélagi.

Nánari upplýsingar gefur Stefán Arnarson í síma: 510-5310 og e-mail stefan@kr.is

Ef önnur félög eru áhugasöm um æfingar sem slíkar er þeim bent á að hafa samband við Guðlaug Gunnarsson, starfsmann KSÍ, gulli@ksi.is.