• mán. 12. jan. 2009
  • Fræðsla

Þjálfararáðstefna í Englandi

Þjálfari að störfum
coaching6

Fullgildir meðlimir í KÞÍ eiga þess kost að slást í för með norska þjálfarafélaginu til Englands á þjálfararáðstefnu og fylgjast með  þjálfun og leikjum. Ferðin verður farin 23. febrúar og formlegri dagskrá lýkur 27. febrúar 2009.

Námskeiðsdagar eru fjórir og er megináherslan lögð á þjálfun, þróun og þroska unglinga og barna, skipulag, áætlanagerðir fyrir leikmenn sem þjálfara. Heimsóttar verða knattspyrnuakademíur Aston Villa og Wolverhampton Wanderers ásamt því að fylgjast með leikjum á mismunandi aldursstigum, allt frá Blue Square Premier til Meistaradeildar UEFA.

Norðmennirnir fljúga þann 23 febrúar til Birmingham með millilendingu í Kaupmannahöfn. Hægt er að mæta hópnum hvort sem er í Osló, Köben eða í Birmingham. Gist verður í Lilleshall National Sports Centre í útjaðri Birmingham.

Stærstur hluti kennslunnar fer fram á æfingavellinum sjálfum þar sem fylgst er með æfingum , leikjum og almennri aðstöðu félaganna sem heimsótt eru.

Vinsamlegast sendið tölvupóst til að fá nánari upplýsingar eða að skrá sig á námskeiðið á Sigurð Þóri formann KÞÍ eða Kristján Guðmundsson varaformann KÞÍ, sigurdurth@bhs.is eða kiddg@xnet.is.

Grunnverð er NOK kr 7.995,- pr. einstakling. Þá á eftir að draga frá verð á fluginu frá Osló til Englands. Kostnaður við að koma sér frá Íslandi kemur að sjálfsögðu á móti.