• fim. 08. jan. 2009
  • Fræðsla

KSÍ VI þjálfaranámskeið á Englandi

Snjallir erlendir leikmenn
Erlendir_leikmenn

Föstudaginn 16. janúar heldur Knattspyrnusamband Íslands KSÍ VI þjálfaranámskeið á Lilleshall á Englandi. Þetta verður í þriðja sinn sem KSÍ heldur slíkt námskeið á Englandi en fyrst var það haldið árið 2004. Að þessu sinni eru 30 þátttakendur skráðir á námskeiðið og aldrei áður hefur svo stór hópur farið á KSÍ VI þjálfaranámskeið en 43 sóttu um. Farið verður út að morgni 16. janúar og komið heim að kvöldi 23. janúar.

Íslenskir kennarar á námskeiðinu verða Ólafur Kristjánsson, Gunnar Guðmundsson, Logi Ólafsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson. En auk þeirra munu nokkrir enskir kennarar heimsækja hópinn. Má þar nefna John Peacock, yfirmann enska Pro Licence þjálfaranámskeiðsins en hann kennir einnig á því námskeiði, Dick Bate sem einnig kennir á enska Pro Licence þjálfaranámskeiðnu og Andy Cale, doktor í íþróttasálfræði og íþróttasálfræðingur enska knattspyrnusambandsins.

Þá mun hópurinn fara á leik Bolton og Manchester United í Ensku úrvalsdeildinni en eitt af verkefnum námskeiðsins verður að leikgreina þann leik og þá er einnig von á unglingaliði Walsall. Unglingalið Walsall kom einnig á síðasta KSÍ VI þjálfaranámskeið sem haldið var 2006 og mæltist það mjög vel fyrir. Síðasta daginn mun svo hópurinn heimsækja Íslendingaliðið Reading og kynna sér aðstæður þar á bæ.

Þátttakendur á KSÍ VI þjálfaranámskeiðinu:

  • Antoine van Kasteren
  • Bjarki Már Árnason
  • Daði Rafnsson
  • Dean Martin
  • Elmar Örn Hjaltalín
  • Freyr Alexandersson
  • Guðmundur Óskar Pálsson
  • Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
  • Gunnar Rafn Borgþórsson
  • Gunnlaugur Jónsson
  • Gunnlaugur Kárason
  • Hannes Jón Jónsson
  • Hlynur Áskelsson
  • Hlynur Svan Eiríksson
  • Íris Björk Eysteinsdóttir
  • Jakob Már Jónharðsson
  • Jóhann Kr. Gunnarsson
  • Jón Hálfdán Pétursson
  • Kristrún Lilja Daðadóttir
  • Páll Guðlaugsson
  • Pétur Pétursson
  • Ragnar Hauksson
  • Rúnar Kristinsson
  • Rúnar Páll Sigmundsson
  • Theódór Sveinjónsson
  • Tómas Ingi Tómasson
  • Tryggvi Guðmundsson
  • Viktor Steingrímsson
  • Þórarinn Einar Engilbertsson
  • Þórður Einarsson