Námskeið á vegum FIFA fyrir félög í Landsbankadeild karla
Dagana 14. og 15. janúar næstkomandi munu fulltrúar FIFA halda námskeið um TMS kerfi FIFA fyrir félögin í Landsbankadeild karla 2009 og fer námskeiðið fram í höfuðstöðvum.
TMS er nýtt félagaskiptakerfi FIFA sem heldur utan um öll alþjóðleg félagaskipti á rafrænan hátt og í framtíðinni munu félagaskipti á milli landa eingöngu vera afgreidd í gegnum þetta kerfi. Félögum í Landabankadeild karla ber að nota kerfið strax á þessu ári og á næstu árum verður öðrum deildum bætt við. Kerfið byggir á því að viðkomandi félög skrái sjálf sögu þeirra leikmanna sem eru að hafa félagaskipti.
Kerfið á sérstaklega að tryggja hag minni félaga þar sem öll félagaskiptasaga leikmanna verður skráð og þannig á kerfið að tryggja það að félög fái þær bætur sem þeim ber hratt og greiðlega.