• mán. 22. des. 2008
  • Leyfiskerfi

KA-menn búnir að skila leyfisgögnum

KA
KA

Leyfisgögn KA-manna bárust leyfisstjórn á föstudag og er KA því annað félagið sem skilar gögnum fyrir keppnistímabilið 2009, en áður höfðu Valsmenn skilað.  Þetta er í fyrsta sinn sem leyfisumsækjendur hafa skilað gögnum fyrir jól.  Þess má geta að þessi tvö félög voru einmitt fyrst til að skila gögnum fyrir keppnistímabilið 2008, en þá voru KA-menn reyndar á undan.

Þau gögn sem skilað er nú snúa að öllum þáttum leyfiskerfisins, öðrum en fjárhagslegum.  Skiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, er 15. janúar, en skiladagur fjárhagslegra gagna er 20. febrúar. 

Þau gögn sem leyfisumsækjendur eiga að skila fyrir 15. janúar snúa að knattspyrnulegum forsendum (þjálfun og uppeldi ungra leikmanna), mannvirkjaforsendum (aðstaða áhorfenda, fjölmiðla og iðkenda), starfsfólki og stjórnun (starfslýsingar, ráðningarsamningar, menntun og reynsla) og lagalegum forsendum (lagalegur grundvöllur félags).