Tvær stjörnur til viðbótar til Grasrótarstarfs KSÍ
Fyrr á þessu árið varð KSÍ samþykkt inn í Grasrótarsáttmála UEFA og varð þá 30. þjóðin til að ná inn í þann sáttmála. Unnið er eftir stjörnukerfi og byrjar hver þjóð með eina stjörnu við inngöngu. Á dögunum fékkst það staðfest frá UEFA að Grasrótarstarf KSÍ hefur verið úthlutað tveimur stjörnum til viðbótar.
Grasrótarstarf getur verið af margvíslegum toga og eru það aðildarfélög KSÍ sem bera þungann af þessu starfi með margvíslegum hætti í hreyfingunni. Grasrótarverðlaun KSÍ fyrir árið 2008 voru afhent í gær og fengu félögin Þróttur, Víðir, ÍA og ÍR þá verðlaun fyrir ýmsa grasrótarviðburði.
KSÍ heldur áfram að efla grasrótarstarf í íslenskri knattspyrnu og stefnir að því að halda áfram því góða samstarfi við aðildarfélög sín og önnur félög hér á landi.