• fim. 18. des. 2008
  • Leyfiskerfi

Gæðavottun staðfest án athugasemda

Gæðastimpill SGS
SGSapproval_UEFA_ENG_horiz_RGB

Um miðjan október fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess.  Matið er framkvæmt árlega af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki og sér um gæðamat á leyfiskerfum fyrir UEFA í aðildarlöndum sambandsins. 

Fulltrúar SGS skoða ekki eingöngu skipulag og vinnuferli leyfisstjórnar KSÍ, heldur eru gögn nokkurra félaga valin af handahófi og skoðuð í þaula, til að tryggja að vinnubrögð KSÍ og félaganna séu í fullnægjandi gæðum, og að þau séu samkvæmt leyfishandbók KSÍ og gæðastaðli UEFA.

Gæðavottun SGS á leyfiskerfi KSÍ var staðfest án athugasemda að þessu sinni, sem er frábær árangur og ber vitni um hið góða starf sem unnið er í leyfismálum, bæði hjá KSÍ og þeim félögum sem undirgangast leyfiskerfið.