• þri. 09. des. 2008
  • Fræðsla

Landsliðsþjálfarinn heimsótti Raufarhöfn og Húsavík

Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson gefur Völsungum góð ráð
Oli_Jo_a_tali_vid_Volsungsstraka

Knattspyrnuiðkendur í Norðurþingi fengu góða heimsókn í síðustu viku.  Þar voru á ferðinni Ólafur Jóhannesson landsliðþjálfari karla og Guðlaugur Gunnarsson starfsmaður KSÍ.  

Fóru þeir norður á fimmtudeginum og fóru beint til Raufarhafnar á æfingu hjá krökkunum þar en tæplega 70 krakkar voru þar saman komin til æfinga. Um 30 krakkar höfðu komið frá Þórshöfn af þessu tilefni og eins komu krakkar úr nágrannasveitum.  Tóku Ólafur og Guðlaugur þátt í æfingum með krökkunum ásamt því sem Ólafur ræddi við krakkana um hvað þyrfti að leggja á sig til að ná árangri í íþróttum. Síðan var farið til Húsavíkur þar sem knattspyrnuiðkendur á Húsavík voru sóttir heim.

Á fimmtudagskvöldinu stjórnaði Ólafur æfingu fyrir mfl. karla og kvenna milli 20:30 og 23:00. Á föstudeginum stjórnaði Ólafur ásamt þjálfurum Völsungs æfingum hjá öllum yngri flokkum Völsungs frá kl. 12:00 til kl 16:00.

Tilefni þessarar heimsóknar er það átak sem Völsungur stendur fyrir með því að fara út til nágrannabyggðarfélaga með sína þjálfara og bjóða krökkum upp á æfingar hjá hæfum þjálfurum.

Oli_Jo_i_heimsokn_a_Husavik