KSÍ fær styrk úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ
Í gær var úthlutað úr afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ og voru styrkþegar þrír talsins í þett skiptið. Knattspyrnusamband Ísland var einn þeirra og hlýtur sambandið eina milljón króna í styrk vegna A landsliðs kvenna.
Landsliðið tryggði sér fyrir skemmstu þátttökurétt á Evrópumóti landsliða sem fram fer í Finnlandi næsta sumar. Framundan er metnaðarfull dagskrá sem miðar að því að undirbúa liðið sem best fyrir þá baráttu.
Það voru þær Katrín Jónsdóttir, fyrirliði A landsliðs kvenna og Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri KSÍ, eru veittu styrknum viðtöku fyrir hönd KSÍ.