Dregið í EM 2009/2010 hjá U17 og U19 karla
Í dag verður dregið í undankeppni EM 2009/2010 hjá landsliðum U17 og U19 karla. Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA í Sviss en úrslitakeppni U17 karla fer fram að þessu sinni í Liechtenstein en hjá U19 karla fer hún fram í Frakklandi.
Hjá báðum þessum aldursflokkum verður dregið í 13 riðla og eru fjórar þjóðir í hverjum riðli. Hjá U17 er Ísland í neðri styrkleikaflokki en þjóðunum 52 er skipt í tvo styrkleikaflokka. Í hvern riðil dragast svo tvær þjóðir úr hvorum flokki. Hjá U19 er sami háttur hafður á en þar er Ísland í efri styrkleikaflokki.