• fös. 28. nóv. 2008
  • Landslið

Riðlaskiptingin klár fyrir Algarve Cup 2009

Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Póllandi á Algarve Cup 2008
Algarve_2008_Polland

Skipt hefur verið í riðla á Algarve Cup 2009 en íslenska kvennalandsliðið mun þar leika í B riðli með Bandaríkjunum, Danmörku og Noregi.  Þetta mót er góður undirbúningur fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi næsta sumar.

Margar af sterkustu þjóðum heims í kvennaknattspyrnu taka þá í þessu móti en í A riðli leika Þýskaland, Kína, Svíþjóð og Finnar.  Sterkustu þátttökuþjóðunum er raðað í A og B riðla og er þetta í fyrsta skiptið sem Ísland leikur þar.  Áður hefur Ísland leikið í C riðli en þar leika núna Austurríki, Portúgal, Pólland og Wales. 

Mótið hefst 4. mars en lýkur 11. mars þegar leikið verður um sæti.