• mið. 19. nóv. 2008
  • Landslið

Mark Heiðars dugði á Möltu

Heiðar Helguson
Heidar_Helgu_1

Ísland lagði Möltu í vináttulandsleik er fór fram í dag en leikið var á Möltu.  Lokatölur urðu 0-1 og var það Heiðar Helguson sem skoraði mark Íslendinga í síðari hálfleik.  Íslenska liðið var með undirtökin mest allan leikinn og átti nokkur ágætis færi þó svo að dauðafærin hafi ekki verið mörg.

Staðan í leikhléi var 0-0 en mark Íslands kom á 66. mínútu eftir mikla pressu að marki heimamanna.  Heiðar Helguson nýtti sér varnarmistök Möltu og setti boltann í markið.  Heimamenn fengu afar fá tækifæri til að ógna marki Íslendinga en besta færi þeirra kom í uppbótartíma þegar að Árni Gautur sá við sóknarmanni þeirra er kominn var einn innfyrir.

Garðar Jóhannsson koma inn á í síðari hálfleik og lék þar með sinn fyrsta landsleik.

Heimasíðan var með beina textalýsingu frá leiknum og studdist þar við ábyrga aðila sem staddir voru á leiknum.  Textalýsinguna má sjá með því að smella hér.