• þri. 18. nóv. 2008
  • Landslið

Ísland leikur fyrsta leikinn gegn Frökkum

Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna
Merki_EM_2009_i_Finnlandi_UEFA

Í dag var dregið í úrslitakeppni EM kvenna 2009 en drátturinn fór fram í Finlandiahöllinni í Helsinki.  Ísland lenti í riðli með Þýskalandi, Noregi og Frökkum og mun leika fyrsta leikinn gegn Frökkum, mánudaginn 24. ágúst í Tampere.  Við Norðmenn verður leikið fimmtudaginn 27. ágúst, í Lahti og lokaleikur Íslands í riðlinum er við heimsmeistara Þjóðverja, sunnudaginn 30. ágúst í Tampere.

Dregið var við hátíðlega athöfn að viðstöddum forseta Finnlands, Tarja Halonen og forseta UEFA, Michel Platini.

Ljóst er að verkefni kvennlandsliðsins verður erfitt í þessari fyrstu úrslitakeppni A landsliðs í knattspyrnu.  Mótherjarnir í riðlakeppninni eru allt gríðarlega sterkar knattspyrnuþjóðir og verður spennandi að sjá stelpurnar okkar takast á við verkefnið á næsta ári.

Keppnin hefst sunnudaginn 23. ágúst á Olympíuleikvangnum í Helsinki þegar gestgjafarnir taka á móti Dönum  Úrslitaleikurinn fer fram á sama leikvangi, fimmtudaginn 10. september.

A riðill

  • Finnland
  • Úkraína
  • Danmörk
  • Holland

B riðill

  • Þýskaland
  • Ísland
  • Noregur
  • Frakkland

C riðill

  • Svíþjóð
  • England
  • Rússland
  • Ítalía