• fös. 14. nóv. 2008
  • Landslið

Aldrei fleiri landsleikir heldur en 2008

Kvennalandslidid_2008
Kvennalandslidid_2008

Ljóst er að aldrei hafa landslið Íslands leikið fleiri landsleiki heldur en á þessu ári sem senn tekur enda.  Öll landslið Íslands hafa leikið 64 landsleiki það sem af er árinu og á eftir að spila þann 65. en það er vináttulandsleikur Möltu og Íslands hjá A landsliði karla sem fer fram 19. nóvember næstkomandi.

Síðasta ár, árið 2007, voru spilaðir 62 landsleikir og höfðu þá aldrei fleiri leikir verið spilaðir á einu ári.

Landsleikirnir skiptast þannig niður á liðin:

A landslið kvenna: 12 leikir

A landslið karla:     12 leikir(Tólfti leikurinn verður spilaður 19. nóvember)

U21 karla:     5 leikir

U19 kvenna: 8 leikir

U19 karla:     8 leikir

U18 karla:     3 leikir

U17 kvenna: 10 leikir

U17 karla:     7 leikir

 

Landsleikir Íslands 2008