• fös. 14. nóv. 2008
  • Landslið

100 leikmenn léku með yngri landsliðum karla á árinu

Byrjunarlið Íslands U19 karla fyrir leikinn gegn Noregi í milliriðli fyrir EM 2008
Byrjunarlid_Noregur_april_2008
Það voru 100 leikmenn sem léku landsleiki með yngri landsliðum karla á árinu sem er að líða.
 
39 leikmenn úr 15 íslenskum félögum og 11 erlendum léku með U21 landsliðinu í 5 leikjum þess á árinu.
 
54 leikmenn úr 20 íslenskum félögum og 5 erlendum félögum léku með U19 í 11 leikjum þess á árinu.
 
22 leikmenn úr 15 íslenskum félögum og 1 erlendu léku með U17 í 7 leikjum þess á árinu.
 
Nokkrir leikmenn léku með tveimur landsliðum á árinu og því eru þetta 100 leikmenn sem léku með þessum 3 liðum á árinu og koma þeir úr 24 íslenskum félögum og 11 erlendum.
 
Þau íslensku félög sem áttu leikmenn voru:
 
Breiðablik og KR með 10 leikmenn
Fram 7 leikmenn
ÍA 6 leikmenn
FH 5 leikmenn
HK, Keflavík, Njarðvík, Valur 4 leikmenn
Fjölnir, Fylkir, KA, Selfoss, Stjarnan og Víkingur R. 3 leikmenn
Víkingur Ó, Þór og Þróttur R. 2 leikmenn
Grindavík, Haukar, ÍBV, ÍR, Leiknir R. og Reynir S., 1 leikmann hvert félag