Karlalandsliðið upp um 21 sæti
Íslenska karlalandsliðið fer upp um 21 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag. Ísland er nú í 82. sæti listans en Spánverjar tróna á toppi listans sem fyrr og Þjóðverjar koma þar á eftir.
Mótherjar Íslendinga í riðlakeppni fyrir HM 2010, Hollendingar eru í 4. sæti listans, Skotar eru í því 33., Makedóníumenn í 49. sæti og Norðmenn eru í 54. sæti FIFA styrleikalistans.
Af öðrum Norðurlandaþjóðum er að frétta að Svíar eru í 29. sæti, Danir í 34. sæti og Finnar í 48. sæti. Frændur okkar Færeyingar fara upp um tólf sæti og eru nú í 186. sæti listans.