• þri. 04. nóv. 2008
  • Lög og reglugerðir

Samningsskylda leikmanna í Landsbankadeild karla

Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008.  Myndina tók Vilbogi Einarsson
Fjolnir_KR

Vert er að minna á ákvæði um samningsskyldu leikmanna í Landsbankadeild karla eins og fram kemur í grein 23.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Ákvæði þetta verður virkt þann 1. janúar 2009 og verða þá allir leikmenn sem taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum í meistaraflokki með félagi sem á sæti í Landsbankadeild karla að vera á samningi.  Leikmenn 2. aldursflokks eða yngri eru undanskildir ákvæði þessu. 

23.4     Samningsskylda

23.4.1  Allir leikmenn sem taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum í meistaraflokki með félagi sem á sæti í Landsbankadeild karla skulu vera á samningi samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.  Leikmenn 2. aldursflokks eða yngri eru undanskildir ákvæði þessu.   

23.4.2  Noti félag leikmann sem hefur keppnisleyfi en uppfyllir ekki skilyrði greinar 23.4.1 skal félaginu gefinn vikufrestur til að gera nauðsynlegar úrbætur.  Að öðrum kosti skal málinu vísað til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem skal beita sektum eða eftir atvikum útilokun leikmannsins frá keppni þar til úrbætur hafa verið gerðar.

23.4.3.  Bráðabirgðaákvæði.  Félögum í Landsbankadeild karla er veittur frestur til 1. janúar 2009 til að uppfylla ákvæði greinar 23.4.1.    

Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast hafið samband við framkvæmdastjóra..