• mán. 03. nóv. 2008
  • Landslið

Kvennalandsliðið í efri styrkleikaflokki á Algarve Cup 2009

Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Írlandi á Algarve Cup 2008
Algarve_2008_Irland

A-landslið kvenna mun leika í efri styrkleikaflokki á Algarve Cup 2009, sem fram fer í Portúgal í byrjun mars á næsta ári.  Þetta þýðir að stelpurnar okkar munu leika gegn nokkrum af sterkustu landsliðum heims, sem hlýtur að teljast mjög góður liður í undirbúningi fyrir úrslitakeppni EM 2009 í Finnlandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland er í efri styrkleikaflokki eftir að mótið varð deildaskipt.  Í kjölfar þess að Ísland komst í úrslitakeppni EM 2009 óskaði KSÍ eftir því við mótshaldara að Ísland myndi leika í efri flokknum á Algarve Cup 2009 og á það var fallist.

Í efri styrkleikaflokknum eru átta þjóðir sem verður síðan skipt í tvo riðla.  Þjóðirnar eru þessar:

  • Kína
  • Danmörk
  • Finnland
  • Þýskaland
  • Ísland
  • Noregur
  • Svíþjóð
  • Bandaríkin

Leikdagar í mótinu eru þessir:

  • 4. mars
  • 6. mars
  • 9. mars
  • 11. mars (leikir um sæti)