• fim. 30. okt. 2008
  • Landslið

Ísland - Írland í kvöld kl. 18:10

Við erum öll í íslenska landsliðinu!
ahorfendur-10

Í kvöld fer fram einn allra mikilvægasti leikur íslenskrar knattspyrnusögu þegar Íslendingar taka á móti Írum á Laugardalsvelli.  Leikurinn er seinni leikur þjóðanna í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2009 sem fram fer í Finnlandi.  Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1 og því ljóst að sigurvegarinn í kvöld tryggir sér sæti í úrslitakeppninni á næsta ári.  Með markalausu jafntefli kemst íslenska liðið áfram en verði úrslitin 1-1 þarf að framlengja leikinn.  Jafntefli með fleiri mörkum þýðir að írska liðið er komið í úrslitakeppnina á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Leikurinn hefst kl. 18:10 en miðasala hefst á Laugardalsvelli kl. 12:00.  Miðasala fer einnig fram á netinu, á www.midi.is.  Selt er í ónúmeruð sæti og þvi frjálst sætaval.  Fólk er því hvatt til þess að mæta tímanlega til þess að tryggja sér sitt uppáhalds sæti.

Miðaverði er mjög stillt í hóf, miðinn kostar einungis 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til þess að koma og styðja stelpurnar í þessu lokaskrefi þeirra til Finnlands.  Aldrei hefur íslenskt knattspyrnulandslið verið jafn nálægt því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni stórmóts.  Stelpurnar hafa óskað eftir stuðningi þjóðarinnar og mun hver rödd skipta þar máli.

ÁFRAM ÍSLAND!