• þri. 28. okt. 2008
  • Landslið

Leikurinn er á Laugardalsvelli á fimmtudag

Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna
Merki_EM_2009_i_Finnlandi_UEFA

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um hvort til standi að fresta viðureign kvennalandsliða Íslands og Írlands vill KSÍ að fram komi að leikdagurinn, leiktíminn og leikstaðurinn stendur - fimmtudagurinn 30. október kl. 18:10 á Laugardalsvelli.  Engin ákvörðun hefur verið tekin um neitt annað og þess vegna vill KSÍ koma þessu skýrt á framfæri. 

Um er að ræða mikilvægasta leik sem íslenskt kvennalandslið hefur leikið frá því fyrsti kvennalandsleikurinn fór fram árið 1981.  Sæti í lokakeppni EM er innan raunverulegrar seilingar og vonast KSÍ til að sem flestir sjái sér fært að mæta á völlinn og styðja stelpurnar okkar.

Það verður eflaust kalt á vellinum, þannig að fólk er hvatt til að mæta vel búið.  Kuldagalli og kakóbolli hjálpar til við að halda hita á öllum, svo ekki sé minnst á stemmninguna á vellinum.

Ísland á EM!