Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Írum í Dublin. Leikurinn hefst kl. 15:00 og fer fram á Richmond Park. Þetta er fyrri leikur þjóðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2009. Seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 30. október kl. 18:10.
Byrjunarliðið (4-5-1):
Markvörður: María B. Ágústsdóttir
Hægri bakvörður: Ásta Árnadóttir
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir
Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Varnartengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir og Edda Garðarsdóttir
Hægri kantur: Rakel Hönnudóttir
Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir
Sóknartengiliður: Dóra María Lárusdóttir
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir
Eins og áður hafði komið fram þá æfði liðið á keppnisvellinum í dag og var hann nokkuð blautur enda búið að rigna þó nokkuð í dag. Spáð er þurru veðri á morgun. Hlýrra var í dag heldur en á æfingunni í gær en þá var heldur kalt en annars eru aðstæður hinar ágætustu.
Landsliðsþjálfarinn passar auðvitað upp á að andlega hliðin sé í lagi í hópnum og einbeitingin í toppi. Leikmennirnir í fremstu víglínu, þær Dóra María Lárusdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir, lokuðu sig t.d. af í lyftu í dágóða tíma á milli hæða og lögðu á ráðin.
Leikurinn hefst sem fyrr segir kl. 15:00 á morgun, sunnudag, og verður lýst beint í útvarpi á Rás 2.
Mynd: Það var kalt á æfingunni á föstudaginn, kannski ekki svona kalt en Edda var við öllu búin.
Mynd: Einhverjar deilur komu upp um tónlistarstefnuna í rútunni á leiðinni á æfingu þangað til að Guðni Kjartansson tók við stjórnartaumunum og féll þá allt í dúnalogn.