• lau. 25. okt. 2008
  • Landslið

Æft á keppnisvellinum í dag

Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní 2008.  Ísland sigraði 5-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur 3, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur
Byrjunarlid_Islands_gegn_Sloveniu_juni_2008

Eins og kunnugt er fer fram leikur Írlands og Íslands á morgun í umspili fyrir sæti í úrslitakeppni EM 2009.  Um er að ræða fyrri leik þjóðanna en sá síðari fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 30. október kl. 18:10.

Hópurinn æfði á keppnisvellinum, Richmond Park,  í dag og tóku allir leikmenn þátt í æfingunni.  Mikið rigndi í dag í Dublin og var völlurinn mjög blautur af þeim sökum.  Þá var einnig töluverður vindur en heldur hlýrra var í veðri í dag heldur en síðustu daga eða um 14 stiga hiti.

Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma á morgun og verður hann í beinni útvarpslýsingu á Rás 2.