Bráðabirgðaákvæði vegna þátttökuheimildar
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 22. október sl. bráðabirgðaákvæði til þess að heimila leikmönnum sem hafa skipt um félag og eru handhafar keppnisleyfis sem tekur gildi 20. febrúar nk. að leika nú þegar með nýju félagi í héraðsmótum (s.s. í Reykjavíkurmóti) og Íslandsmóti innanhúss (Futsal). Það er áfram ófrávíkjanleg regla að leikmaður skal hafa félagaskipti til þess að hefja leik með nýju félagi og skulu félagaskiptin fara fram skv. reglugerð KSÍ þar um.
Bráðabirgðaákvæði við 3. grein í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu félaga og leikmanna.
Grein 3.5.
Leikmaður sem er handhafi keppnisleyfis sem tekur gildi 20. febrúar nk. hefur heimild til að taka þátt í héraðsmótum og Íslandsmóti innanhúss (Futsal) með nýja félaginu frá og með þeim degi er keppnisleyfið er gefið út.