Síðasti dagur forsölu á Ísland - Makedóníu
Í dag er síðasti dagur forsölu á leik Íslands og Makedóníu sem fram fer á morgun, miðvikudaginn 15. október. Leikið er á Laugardalsvelli kl. 18:00 en leikurinn er liður í undankeppni HM 2010. Miðasala fer fram á netinu en miðaverð hækkar um 500 krónur á leikdag.
Forsala til og með 14. október
- Sæti í rauðu svæði kr. 1.500
- Sæti í bláu svæði kr. 1.000
- Sæti i grænu svæði kr. 500
Miðaverð á leikdag 15. október
- Sæti í rauðu svæði kr. 2.000
- Sæti í bláu svæði kr. 1.500
- Sæti i grænu svæði kr. 1.000
Miðasala á leikdag hefst á Laugardalsvelli kl. 12:00.
Börn 16 ára og yngri fá miðana með 50% afslætti. Athugið að allir miðar í græn svæði kosta 500 krónur í forsölu, einnig barnamiðar.
Að kaupum loknum fær kaupandinn sendan e-miða (pdf skjal) í tölvupósti, sem hægt er að prenta út og nota sem aðgöngumiða á völlinn.