Námskeið Alþjóðahússins framundan
Alþjóðahús fer í næstu dögum af stað með námskeið sem ætlað er að stuðla að aukinni þátttöku barna og unglinga af erlendum uppruna í knattspyrnu. Námskeiðið er sniðið sérstaklega að þjálfurum og starfsfólki íþróttafélaga. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirhugaðar dagsetningar og staðsetningar eru sem hér segir, með fyrirvara um þátttöku:
16. október – Reykjanesbær
21. október – Ísafjörður
23. október – Selfoss
28. október – Akureyri
30. október – Fjarðabyggð
Námskeiðin eru frá kl. 19:00 til kl. 21:30.
Nánari námskeiðslýsingu má finna hér að neðan.
Skráning og allar frekari upplýsingar gefur Sólveig Jónasdóttir hjá Alþjóðahúsi en hægt er að senda henni tölvupóst á solveig@ahus.is.