Írar tilkynna hópinn fyrir leikina gegn Íslendingum
Noel King, landsliðsþjálfari írska kvennalandsliðsins, hefur valið 21 leikmann í hóp sinn er mætir Íslendingum í tveimur umspilsleikjum, 26. október og 30. október. Fyrri leikurinn verður í Dublin en sá síðari á Laugardalsvelli. Sigurvegari úr þessum viðureignum tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fer fram í Finnlandi.
Mikil tilhlökkun er hjá Írum fyrir þessa leiki og telja þeir þetta mesta viðburð í sögu kvennaknattspyrnu á Írlandi. Fjórir leikmenn úr hópnum koma frá Englandsmeisturum Arsenal sem einnig hefur verið eitt af sterkustu liðum Evrópu síðustu ár. Þá hefur Noel King valið þrjá leikmenn úr írska U19 landsliði kvenna en það lið hefur náð eftirtektarverðum árangri upp á síðkastið.
Írski hópurinn:
- Aine O’Gorman - Stella Maris
- Alisha Moran - Fulham
- Amy Ryan - Stella Maris
- Ciara Grant - Arsenal FC
- Ciara McCormack - FK Larvik
- Denise Thomas - New York
- Emma Byrne - Arsenal FC
- Gillian Mc Donnell - Dundalk
- Jemma O’Connor - Birmingham
- Louise Quinn - Peaumont
- Lynn Bradley - Raheny
- Mary T McDonnell - Unattached
- Meabh Da Burcha - Salthill Devon
- Michele O’Brien - Jerseys Sky Blue
- Niamh Fahey - Arsenal FC
- Olivia O’Toole - Raheny United
- Sharon Boyle - Raheny United
- Sonya Hughes - Dundalk
- Stefanie Curtis - Bristol Academy
- Stephanie Roche - Dundalk
- Yvonne Treacy - Arsenal