Miðaverð lækkað á Ísland - Makedónía
Knattspyrnusamband Íslands ákvað í dag að lækka umtalsvert miðaverð á landsleik Íslands og Makedóníu sem fram fer á Laugardalsvelli næstkomandi miðvikudag kl. 18:00. Leikurinn er síðasti leikur Íslands á þessu ári í undankeppni HM.
Með þessu vonar Knattspyrnusambandið að sem flestir geti séð sér fært að koma á Laugardalsvöllinn til þess að styðja við bakið á íslenska landsliðinu.
Knattspyrnusambandið mun sjá til þess að þeir sem þegar hafa keypt miða á leikinn fái mismuninn endurgreiddan.
Forsala til og með 14. október
- Sæti í rauðu svæði kr. 1.500
- Sæti í bláu svæði kr. 1.000
- Sæti i grænu svæði kr. 500
Miðaverð á leikdag 15. október
- Sæti í rauðu svæði kr. 2.000
- Sæti í bláu svæði kr. 1.500
- Sæti i grænu svæði kr. 1.000
Börn 16 ára og yngri fá miðana með 50% afslætti.
Að kaupum loknum fær kaupandinn sendan e-miða (pdf skjal) í tölvupósti, sem hægt er að prenta út og nota sem aðgöngumiða á völlinn.
ÁFRAM ÍSLAND