• fim. 09. okt. 2008
  • Landslið

Eins marks tap á Ítalíu

U17 landslið kvenna
ksi-u17kvenna

Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði í dag gegn Ítölum í undankeppni EM en riðill Íslands er leikinn á Ítalíu.  Lokatölur urðu 1-0 fyrir heimastúlkur eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Ítalska liðið byrjaði leikinn heldur betur í góða veðrinu á Ítalíu en um 30 stiga hiti var á leikstað og glampandi sól.  Íslenska liðið náði svo yfirhöndinni er líða tók á hálfleikinn og skoraði m.a. mark sem var dæmt af vegna rangstöðu.

Seinni hálfleikur var í járnum og liðið gáfu fá fær á sér.  Það var svo þegar um 10 mínútur lifðu eftir af leiknum að ítalska skoraði sigurmark leiksins eftir að hafa fylgt eftir aukaspyrnu.  Tíminn var of naumur fyrir íslenska liðið að jafna metin og sigur ítalska liðsins því staðreynd.

Í hinum leik riðilsins sigruðu Frakkar Azera með sex mörkum gegn engu.  Frakkar og Ítalir eru því í efsta sætinu með sex stig en þessar þjóðir mætast í lokaumferðinni á sunnudaginn.  Íslendingar mæta þá Aserum og hefst leikurinn kl. 09:00 að íslenskum tíma.

Riðillinn