Upphitun hjá Áfram Ísland klúbbnum í Rotterdam
Áfram Ísland, stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í samstarfi við Icelandair verða með upphitun laugardaginn 11.október næstkomandi fyrir leik Hollendinga og Íslendinga sem hefst kl, 20:45. Klúbburinn er ákveðinn í að skapa skemmtilega stemningu á vellinum og sendi okkur eftirfarandi tilkynningu:
Upphitunin verður í Rotterdam og upp úr hádegi verður klúbburinn mættur í miðbæinn á Stadhuisplan . Upp úr kl. 18.00 verður svo alvöru Áfram Ísland stuðupphitun á glæsilegum stað/krá = Laan op Zuiid sem er við leikvöllinn (2. mínútna gangur á völlinn). Það er tilvalið að allir Íslendingar sem ætla á leikinn komi þangað og skemmti sér saman og hiti upp fyrir leikinn sjálfan.
Á staðnum verður boðið verður upp á andlitsmálningu, íslenska stuðtónlist, íslensku stuðningsmannalögin verða æfð og hægt verður að kaupa Áfram Ísland varning til að dressa sig upp fyrir leikinn, landsliðstreyjur o.fl.
Ljóst er að fjöldi Íslendinga mun verða á vellinum og því má búast við gríðarlegri stemningu. Mætum öll í upphitunina og skemmtum okkur saman.... áfram Ísland, áfram Ísland.....
Koma svo..................áframÍsland.is