• þri. 07. okt. 2008
  • Landslið

Sárt tap gegn Frökkum hjá U17 kvenna

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Frakklandi í október 2008
U17_kvenna_gegn_Frakklandi_oktober_2008

Stelpurnar í U17 kvenna hófu leik í morgun í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn á Ítalíu.  Frakkar voru mótherjar í fyrsta leiknum og sigruðu með einu marki gegn engu.  Sigurmark Frakka kom í uppbótartíma og vonbrigði íslenska liðsins því mikil.

Aðstæður á Ítalíu voru frábærar í dag, 20 stiga hiti og logn á leikstað.  Franska liðið var meira með boltann en íslenska liðið veitti fá sem engin færi á sér í leiknum og hélt franska liðinu í skefjum með góðri baráttu og sterkum varnarleik.

Sama var upp á teningnum í seinni hálfleik og allt stefndi í markalaust jafntefli þegar að franska liðið náði að skora sigurmarkið á 84. mínútu.  Íslensku stelpurnar náðu einungis að taka miðjuna áður en að dómarinn flautaði til leiksloka.

Næsti leikur íslenska liðsins er á fimmtudaginn þegar þær leika gegn heimastúlkum.  Leikurinn hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma.

Riðillinn