• þri. 07. okt. 2008
  • Fræðsla

10 þjálfarar fara til Sviss

UEFA
uefa_merki

KSÍ samþykkti fyrr á þessu ári að taka þátt í risastóru fræðsluverkefni á vegum UEFA sem verður í gangi næstu 4 árin. Verkefnið kallast "UEFA study scheme" og snýst um að hjálpa aðildarþjóðum UEFA að læra af hvoru öðru á sviði kvennaknattspyrnu, knattspyrnu yngri flokka, grasrótarfótbolta og þjálfaramenntunar.

Að þessu sinni sendir KSÍ 10 þjálfara frá félögum af landsbyggðinni til Sviss til að kynna sér þjálfun yngri flokka. Ferðin verður farin dagana 3.-6. nóvember og hópurinn er skipaður eftirfarandi þjálfurum:

Snædís Hjartardóttir – Víkingur Ólafsvík

Jón Hálfdán Pétursson – BÍ

Jón Ólafur Daníelsson – ÍBV

Gunnar Rafn Borgþórsson – Selfoss

Mark Duffield – KS

Unnar Þór Garðarsson – Völsungur

Hrafnhildur Guðnadóttir – Tindastóll

Guðmundur Arnar Guðmundsson – Þróttur Neskaupstað

Víglundur Páll Einarsson – Höttur

Sævar Þór Gylfason – Sindri

Það er ánægjuefni að fá tækifæri til að senda þjálfara í ferð sem þessa og KSÍ vonast til að þessir þjálfarar njóti góðs af heimsókninni.