• mán. 06. okt. 2008
  • Landslið

Ísland mætir Írlandi

Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna
Merki_EM_2009_i_Finnlandi_UEFA

Í dag var dregið í umspilsleiki fyrir EM kvenna í Finnlandi 2009.  Ísland var í hattinum og dróst gegn Írlandi og verður fyrri leikurinn á útivelli.

Ísland og Írland hafa mæst tvisvar sinnum og var það í bæði skiptin á Algarve Cup.  Árið 2007 gerðu þjóðirnar 1-1 jafntefli en fyrr á þessu ári lögðu Íslendingar Íra með fjórum mörkum gegn einu. 

Náðst hefur munnlegt samkomulag við Íra og verður fyrri leikurinn leikinn, sunnudaginn 26. október kl. 15:00 að staðartíma á leikvangnum Richmond Park í Dublin.  Síðari leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 30. október.

Þjóðirnar eru drógust saman í umspilsleikjunum eru:

Írland - Ísland

Tékkland - Ítalía

Slóvenía - Úkraína

Skotland - Rússland

Spánn - Holland