• mán. 06. okt. 2008
  • Fræðsla

26 þjálfarar fara til Hollands

Þjálfari að störfum
coaching3

KÞÍ stendur fyrir magnaðri þjálfaraferð í tengslum við karlalandsleik Hollendinga gegn okkur Íslendingum í Rotterdam næstkomandi laugardag, 11 október. 

Munu 26 þjálfarar fara á vegum KÞÍ og KSÍ á fimmtudag til Amsterdam og kynnast þar þjálfun hjá stórliðinu Ajax Amsterdam. Á föstudeginum verður síðan haldið til annars stórliðs Hollendinga, Feyenoord í Rotterdam. Verður dvalið daglangt hjá félaginu og fylgst grannt með allri þjálfun hjá liðinu ásamt því að sjá leiki hjá yngri flokkum félagsins. 

Laugardagurinn fer í að fylgjast með leik hjá U17 ára unglingaliði Feyenoord gegn AZ Alkmaar og eftir hádegi fer fram hópavinna í umsjón KSÍ, en þeir UEFA A  þjálfarar sem fara í ferðina nýta hana sem endurnýjun á skírteini sínu.  

Rúsínan í pylsuendanum er síðan landsleikurinn Holland-Ísland á De Kuip heimavelli Feyenoord liðsins á laugardagskvöldinu.