• mán. 29. sep. 2008
  • Landslið

U17 karla leika gegn Norðmönnum í dag

U17 landslið karla
ksi-u17karla

Strákarnir í U17 karla leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Norðmönnum.  Leikurinn hefst kl. 16:00 á Vodafonevellinum en íslenska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum naumlega til þessa.

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag.

Byrjunarliðið (4-3-3):

Markvörður: Aron Elís Árnason

Hægri bakvörður: Andri Fannar Freysson

Vinstri bakvörður: Sigurður Egill Lárusson

Miðverðir: Davíð Þór Ásbjörnsson og Brynjar Guðjónsson, fyrirliði

Tengiliðir: Andri Rafn Yeoman, Gunnar Oddgeir Birgisson og Torfi Karl Ólafsson

Framherjar: Sigurbergur Elísson, Ólafur Karl Finsen og Rúrik Andri Þorfinnsson

Noregur og Sviss eru efst og jöfn með fjögur stig en Úkraínumenn hafa þrjú stig.  Íslendingar eru án stiga og eiga ekki möguleika á því að tryggja sér sæti í milliriðli keppninnar.

Úkraína og Sviss mætast einnig kl. 16:00 og fer sá leikur fram á Grindavíkurvelli en ekki á Keflavíkurvelli eins og stóð til í fyrstu.

Riðillinn