• mán. 29. sep. 2008
  • Landslið

Síðasti leikur U19 kvenna í dag

Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1
Byrjunarlid_U19_kvenna_Israel

Stelpurnar í U19 kvenna leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þær mæta Írum í Ísrael.  Stelpurnar eru snemma á ferðinni því leikurinn hefst kl. 08:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Íslenska liðið hefur tryggt sér sæti í milliriðlum keppninnar ásamt mótherjum sínum í dag, Írum.  Þessar þjóðir hafa unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum.

Markvörður: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir

Aðrir leikmenn: Andrea Ýr Gústavsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Saga Huld Helgadóttir, Hrefna Ósk Harðardóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, María Rós Arngrímsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði.