• lau. 27. sep. 2008
  • Landslið

Frakkland - Ísland í dag kl. 14:00

Kvennalandslidid_2008
Kvennalandslidid_2008

Loksins er dagurinn runninn upp, íslensku stelpurnar munu mæta Frökkum í dag kl. 14:00 í La Roche-Sur-Yon.  Með jafntefli tryggir liðið sig í úrslitakeppni EM 2009 í Finnlandi.  Sigri Frakkar fara þeir beint í úrslitakeppnina en umspil bíður þá íslenska liðsins og fer það fram í október.

Íslenska liðið mun mæta í alhvítum búningum til leiks og á Henri Desgrange vellinum verða ríflega 100 íslenskir stuðningsmenn sem munu hvetja liðið áfram.

Ríkissjónvarpið mun verða með beina útsendingu frá leiknum og hefst hún kl. 13:30.  Munu þeir fyrir leik senda út frá Vetrargarði Smáralindarinnar og eru allir landsmenn velkomnir þangað til þess að horfa á leikinn á risatjaldi og sameinast í stuðningi við stelpurnar.

Annars staðar hér á síðunni má sjá byrjunarliðið en það tilkynnti Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, á fundi með leikmönnum í gærkvöldi. Á sama fundi sýndi Sigurður Ragnar liðinu myndband sem hann hafði sett saman fyrir leikinn. Á því eru persónulegar kveðjur til leikmanna liðsins fyrir leikinn.

Sjón er sögu ríkari!!

Horfið, hlustið, njótið

ÁFRAM ÍSLAND!!

Myndband fyrir Frakkaleikinn