• fös. 26. sep. 2008
  • Landslið

U19 kvenna komnar í milliriðil

Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1
Byrjunarlid_U19_kvenna_Israel

Stelpurnar í U19 kvenna tryggðu sér í dag sæti í milliriðlum U19 kvenna þegar þær lögðu stöllur sínar frá Grikklandi með tveimur mörkum gegn einu.  Grikkir leiddu í hálfleik 1-0.

Það voru íslensku stelpurnar sem að áttu færin í fyrri hálfleik en það voru Grikkir sem komust yfir á 43. mínútu leiksins.  Áður hafði íslenska liðið farið illa með ein þrjú dauðafæri.

Eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleik þá jafnaði Berglind Björg Þorvaldsdóttir metin.  Það var svo á 73. mínútu að fyrirliðinn, Fanndís Friðriksdóttir, skoraði sigurmark leiksins eftir glæsilegt einstaklingsframtak.

Þessi sigur þýðir að Ísland er öruggt með sæti í milliriðli en Írar lögðu heimastúlkur í dag, 2-0 og eru því Ísland og Írland örugg áfram.  Þessar þjóðir mætast svo á mánudaginn og hefst leikurinn kl. 08:00 að íslenskum tíma.