• fös. 26. sep. 2008
  • Landslið

Tap hjá U17 karla gegn Úkraínu

Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi
u17karla2008-ENG-ISL_2907_08_004

Strákarnir í U17 karla báru lægri hlut gegn Úkraínumönnum í dag með einu marki gegn tveimur á KR vellinum í dag.  Staðan í hálfleik var jöfn 1-1.  Síðasti leikur liðsins verður gegn Norðmönnum á Vodafonevellinum á mánudaginn kl. 16:00.

Það var Sigurbergur Elísson sem kom Íslandi yfir á 15. mínútu leiksins en Úkraínumenn jöfnuðu metin 7 mínútum síðar.  Þannig var staðan í hálfleik en aðstæður voru nokkuð erfiðar, völlurinn blautur og þó nokkur vindur.

Það voru svo gestirnir sem skoruðu svo eina mark seinni hálfleiks með þrumuskoti.  Íslendingar gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin.  Rétt fyrir lok leikslok munaði hársbreidd að jöfnunarmarkið liti dagsins ljós en markvörður Úkraínumanna bjargaði meistaralega.  Lokatölur því 1-2 og annað tap Íslendinga staðreynd.

Á mánudaginn leika Íslendingar lokaleik sinn í riðlinum þegar þeir mæta Norðmönnum á Vodafonevellinum kl. 16:00.  Noregur og Sviss gerðu markalaust jafntefli fyrr í dag og eru efst og jöfn með fjögur stig.

Riðillinn