• fös. 26. sep. 2008
  • Landslið

Leikið gegn Grikkjum í Nazareth

Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1
Byrjunarlid_U19_kvenna_Israel

Íslenska landsliðið skipað stúlkum undir 19 ára leikur í dag annan leik sinn í undankeppni Evrópumótsins en leikið er í Ísrael.

Íslensku stúlkurnar léku fyrsta leik sinn á miðvikudag þar sem þær sigruðu Fanndís Friðriksdóttir og Ásta Einarsdóttir skoruðu mörk Íslands gegn Ísraelheimamenn 2-1 með mörkum frá Fanndísi Friðriksdóttur og Ástu Einarsdóttur. Leik Íra og Grikkja sem eru í sama riðli lauk með 3-0 sigri Íra.

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru framandi fyrir íslensku stúlkurnar.  Á miðvikudag var ríflega 30 stiga hiti og glampandi sól en í dag eru veðuraðstæður Íslendingum heldur hagstæðari vindur um 15 metrar á sekúndu, skýjað með köflum og um 28 stiga hiti.

Í dag leika stúlkurnar gegn Grikkjum og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson gert þrjár breytingar á liðinu frá því í leiknum gegn Ísrael. Silvía Sigurðardóttir er úr leik í dag vegna meiðsla sem hún hlaut í leiknum á miðvikudag og þær Hekla Goodman og Ásta Einarsdóttir koma í byrjunarliðið í stað Írisar Valmundsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttir.

Liðið er þannig skipað að Nína Björk stendur í markinu, vinstri bakvörður er Andrea Ýr Gústavsdóttir og hægri bakvörður er Hrefna Harðardóttir, Elínborg Ingvarsdóttir og Saga Huld eru miðverðir. Hekla Good man er á kantinum vinstra megin og Fanndís Friðriksdóttir fyrirliði er á hægri kanti. Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru á miðjunni fyrir framan þær er Ásta Einarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir er framherji.

Leikurinn hefst kl. 16 að ísraelskum tíma, kl. 13 að íslenskum tíma, en leikið verður í borginni Nazareth.

Frá æfingu U19 kvenna í Ísrael

Þorstanum svalað á æfingu hjá U19 kvenna í Ísrael