• fös. 26. sep. 2008
  • Landslið

Kvennalandsliðið æfði á keppnisvellinum í dag

Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland
Island_Serbia_kvenna_2007

Kvennalandsliðið tók sína síðustu æfingu fyrir leikinn gegn Frökkum, síðdegis í dag og fór æfingin fram á keppnisvellinum, Henri Desgrange.  Aðstæður eru allar hinar bestu og voru allir leikmenn hópsins með á æfingunni.

Leikurinn sjálfur hefst svo kl. 14:00 á morgun að íslenskum tíma en í kvöld mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, funda með hópnum.  Væntanlega mun hann þá sýna þeim myndband sem hann hefur gert fyrir leikinn en hægt er að sjá myndbönd fyrri leikja hér á síðunni.

Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu og hefst útsending þar kl. 13:30.   Minnt er á að hægt er að horfa á leikinn á risatjaldi í Vetrargarði Smáralindarinnar og verður Ríkissjónvarpið með útsendingu þaðan.

Landsmenn eru hvattir til þess að styðja stelpurnar okkar með sínum hætti.

ÁFRAM ÍSLAND!!