• fös. 26. sep. 2008
  • Landslið

Ísland - Úkraína í dag hjá U17 karla

Merki EM U17 karla
UEFA_U17_karla_logo

Í dag kl. 16:00 hefst á KR vellinum leikur Íslands og Úkraínu í undankeppni U17 karla en þetta er annar leikur liðsins í riðlinum.  Kl. 14:00 í dag leika svo á Fjölnisvelli lið Sviss og Noregs í sömu keppni.

Luka Kostic hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Úkraínu í dag.

Byrjunarliðið: (4-3-3)

Markvörður: Aron Elís Árnason

Hægri bakvörður: Torfi Karl Ólafsson

Vinstri bakvörður: Sigurður Egill Lárusson

Miðverðir: Davíð Þór Ásbjörnsson og Brynjar Gauti Guðjónsson

Tengiliðir: Andri Rafn Yeoman, Guðmundur Þórarinsson og Alexander Kostic

Framherjar: Sigurbergur Elísson, Rúrik Andri Þorfinnsson og Zlatko Krickic

Fyrsti leikur Íslands var gegn Sviss en gestirnir höfðu þar betur með tveimur mörkum gegn einu á Akranesi.  Mótherjar Íslendinga í dag, Úkraínumenn, töpuðu sínum fyrsta leik gegn Norðmönnum, 0-4.

Riðillinn