Opið hús í Smáralindinni á laugardaginn
Eins og kunnugt er verður landsleikur Frakklands og Íslands sýndur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu. Upphitun verður hjá þeim í Vetrargarðinum í Smáralindinni sem hefst kl. 13:30 og eru allir velkomnir til þess að mæta og sjá leikinn á risatjaldi í góðri stemningu.
Íslenska kvennalandsliðið stendur á þröskuldi Evrópukeppninnar, sigur eða jafntefli í Frakklandi á laugardaginn tryggir farmiðann til Finnlands.
Leikur Frakka og Íslendinga verður sýndur í beinni útsendingu Sjónvarpsins klukkan 14:00 á laugardaginn og við hefjum upphitun í Smáralindinni klukkan 13:30.
Það væri glimrandi gaman að sjá þig í Smáralindinni, því stuðningurinn mun skila sér alla leið til Frakklands. Komdu og upplifðu stemmninguna, og tilfinningarnar, stelpurnar okkar eiga það skilið.
Frakkland – Ísland í Sjónvarpinu, og í Smáralind, á laugardag.