• mið. 24. sep. 2008
  • Landslið

Strákarnir í U17 karla leika gegn Sviss í dag

Merki EM U17 karla
UEFA_U17_karla_logo

Strákarnir í U17 karla hefja leik í dag í undankeppni EM 2009 og er riðillinn leikinn hér á landi.  Fyrstu mótherjar íslensku strákana er gegn Sviss og hefst leikurinn kl. 16:00 á Akranesvelli.

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið í þessum leik.

Byrjunarliðið (4-3-3):

Markvörður: Aron Elís Árnason

Hægri bakvörður: Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Vinstri bakvörður: Sigurður Egill Lárusson

Miðverðir: Davíð Þór Ásbjörnsson og Brynjar Gauti Guðjónsson, fyrirliði

Tengiliðir: Andri Rafn Yeoman, Andri Fannar Freysson og Sigurbergur Elísson

Framherjar: Brynjar Kristmundsson, Ólafur Karl Finsen og Zlatko Krickic

Knattspyrnuáhugamenn eru hvattir til þess að hvetja strákana áfram en riðillinn er sterkur sem Ísland leikur í að þessu sinni.  Hin liðin í riðlinum, Noregur og Úkraína, mætast svo á Grindavíkurvelli í dag og hefst sá leikur einnig kl. 16:00.

Riðillinn

Hægt er að fræðast meira um riðlakeppnina hjá U17 karla á heimasíðu UEFA.

Keppnin á uefa.com