• mið. 24. sep. 2008
  • Landslið

Naumt tap gegn Sviss í fyrsta leik

Merki EM U17 karla
UEFA_U17_karla_logo

Strákarnir í U17 karla biðu lægri hlut gegn Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í dag en leikið var á Akranesi.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir Sviss eftir að þeir höfðu leitt með tveimur mörkum í hálfleik.

Gestirnir byrjuðu betur á Akranesi og komust yfir á 24. mínútu og bættu svo við öðru marki um 10 mínútum síðar.  Þeir leiddu því í hálfleik en í síðari hálfleik komu Íslendingar mun sterkari til leiks og höfðu yfirhöndina í leiknum.  Þeir skorðuðu mark í upphafi síðari hálfleik sem dæmt var af vegna rangstöðu en á 53. mínútu minnkaði Zlatko Krickic muninn.  Þrátt fyrir ágætar tilraunir tókst íslensku strákunum ekki að bæta við marki og sigur gestanna því staðreynd.

Næsti leikur Íslendinga verður gegn Úkraínu á KR vellinum næstkomandi föstudag kl. 16:00.  Úkraínumenn lágu gegn Norðmönnum í dag en leikið var í Grindavík.  Lokatölur urðu 4-0 fyrir Norðmenn og eru þeir því í efsta sæti riðilsins eftir leiki dagsins.

Riðillinn