• þri. 23. sep. 2008
  • Landslið

Stelpurnar halda utan á morgun

Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast
3C4E8871

Undirbúningur íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Frökkum hófst formlega í gær þegar liðið kom saman til æfinga.  Æft er aftur í dag en snemma í fyrramálið heldur liðið til Frakklands.

Henri Desgrange völlurinn í FrakklandiFlogið er til Parísar en síðan tekur við rútuferð til Saint Jean De Monts þar sem liðið mun gista.  Æft verður tvisvar á fimmtudag og sömuleiðis á föstudag og fer seinni æfingin fram á kepnisvellinum, Henri Desgrange í La Roche-Sur-Yon.

Franska liðið undirbýr sig einnig af kostgæfni og kom liðið saman á hótel í gær og verður þar saman fram að leik.  Franska liðið lék síðast í undankeppninni 8. maí síðastliðinn þegar að þær sigruðu Serba með tveimur mörkum gegn engu á Franska kvennalandsliðið 2008. Mynd af heimasíðu franska knattspyrnusambandsins, www.fff.frheimavelli.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur notað tölvert myndbandstæknina þegar hann undirbýr lið sitt fyrir leikina.  Vert er að minna á myndbönd hér á síðunni en þessi myndbönd sýndi Sigurður Ragnar sínum leikmönnum fyrir síðustu heimaleiki Íslands, gegn Slóveníu og Grikklandi.  Jafnvel má búast við nýju myndbandi frá þjálfaranum hér að á síðuna þegar nær leiknum mikilvæga.