• þri. 23. sep. 2008
  • Landslið

Byrjunarliðið hjá U19 kvenna gegn Ísrael

U19 landslið kvenna
ksi-u19kvenna

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn ísrael á morgun, miðvikudag.  Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppni fyrir EM 2009 og er riðillinn leikinn í Ísrael.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Nína Björk Gísladóttir

Hægri bakvörður: Andrea Ýr Gústavsdóttir

Vinstri bakvörður: Hrefna Ósk Harðardóttir

Miðverðir: Elínborg Ingvarsdóttir og Silvía Rán Sigurðardóttir

Tengiliðir: Arna Sif Ásgrímsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir

Sóknartengiliður: Dagný Brynjarsdóttir

Hægri kantur: Íris Ósk Valmundardóttir

Vinstri kantur: Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Framherji: Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði

Liðið æfði í dag við ágætar aðstæður í Ísrael.  Heitt er í veðri og var hitinn í dag 33 gráður og er búist við svipuðum hita þegar leikurinn fer fram kl. 16:00 að staðartíma eða kl. 13:00 að íslenskum tíma.