• mán. 22. sep. 2008
  • Landslið

Riðill U17 karla hefst á miðvikudaginn

U17 landslið karla
ksi-u17karla

Næstkomandi miðvikudag hefst undankeppni EM hjá U17 karla og verður riðill Íslands leikinn hér á landi.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Sviss og fer sá leikur fram á Akranesvelli kl. 16:00.

Aðrar þjóðir í riðlinum eru Úkraína og Noregur og leika þau á Grindavíkurvelli á sama tíma.  Á föstudaginn mæta svo Íslendingar Úkraínu á KR velli og Norðmenn verða mótherjarnir á Vodafonevellinum, mánudaginn 29. september.

Tvær efstu þjóðirnar tryggja sig áfram í milliriðla en þeir verða leiknir í mars á næsta ári.  Úrslitakeppnin fer svo fram í Þýskalandi í maí 2009.

Riðillinn